Ragnhildur Steinunn til Egyptalands 21. nóvember 2008 06:15 Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu. „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira