Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt 28. nóvember 2008 15:57 Dwyane Wade er með 27,4 stig og 7,5 stoðsendingar, 5 fráköst, 2,5 stolna bolta og 1,7 varin skot að meðaltali í leik og er óðum að finna sitt gamla form eftir langvarandi meiðsli NordicPhotos/GettyImages Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira