Fimm íslenskar myndir 3. október 2008 06:30 Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri situr fyrir svörum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira