Fimm íslenskar myndir 3. október 2008 06:30 Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri situr fyrir svörum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira