Ísland á barmi gjaldþrots? 8. október 2008 09:41 Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira