Hamilton í hóp ökumanna á Wembley 21. nóvember 2008 13:00 Bretar munu fagna Lewis Hamilton á Wembley 14. desember, en þá verður hann meðal atriða á stórmóti kappakstursökumanna. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons. Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn David Beckham lagður inn á sjúkrahús Fótbolti Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Sport Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Sport Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Enski boltinn ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Piastri á ráspól Hamilton segir sögusagnir um ósætti vera þvaður Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons.
Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn David Beckham lagður inn á sjúkrahús Fótbolti Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Sport Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Sport Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Enski boltinn ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Piastri á ráspól Hamilton segir sögusagnir um ósætti vera þvaður Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Sjá meira