Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga 12. mars 2008 00:01 Pálmi Haraldsson og Gísli Reynisson eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins. Markaðurinn/Anton Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Undir smásjánni Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins.
Undir smásjánni Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira