Vinsælast að snæða á Vox Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Björn harðarson leggur lokahönd á hlaðborðið Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur.Markaðurinn/Anton „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
„Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent