Þrjár myndir með fimm tilnefningar 12. desember 2008 06:00 The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira