Fornar hellamyndir í bráðri hættu 4. janúar 2008 00:01 Gömul myndlist Hellamyndirnar í Lascaux eru í hættu. Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga. Vísindi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður-Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðingum að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inngangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun myndanna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áðurnefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leitað ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga.
Vísindi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira