Stór yfirlýsing hjá Boston 31. desember 2007 04:24 Kevin Garnett lét ekki skurð við augað stöðva sig í Staples Center í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum