Rafmögnuð spenna í vesturbænum 9. desember 2007 21:34 Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira