Frábær Mayweather rotaði Hatton 9. desember 2007 06:25 Mayweather kláraði dæmið í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum. Box Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum.
Box Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira