Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Óli Tynes skrifar 27. nóvember 2007 14:54 Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar. MYND/VG Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Þyrluframleiðendur hafa ekki undan og bæði NATO og Evrópusambandið leita með logandi ljósi að þyrlum til þess að leigja. Þyrlur eru óhemju dýrar bæði í innkaupum og rekstri. Ríkisstjórnir kaupa því ekki nema það allra minnsta sem þær komast af með. Þyrlufloti heimsins hefur í raun verið of lítill í mörg ár. Á undanförnum fáum árum hafa svo friðargæsluverkefni stóraukist. Það hafa bæst við víðfeðm lönd eins og Afganistan og Afríka. Það hefur dregið þyrluskortinn fram í dagsljósið og það er ljóst að þótt allir sem geti framleiði á fullu líða að minnsta kosti tvö ár áður en eftirspurn verður annað. Og það er eftirspurn við núverandi aðstæður. Ef fleiri verkefni verða til verður tíminn auðvitað ennþá lengri. Einn af ókostunum við þyrlur er að þær þurfa gríðarmikið viðhald. Eftir 500 flugtíma verður að taka þær í sundur til þess að yfirfara allt og setja svo saman aftur. Tom Ripley varnarmálasérfræðingur hjá Jane´s Defense Weekly segir að til þess að halda úti átta þyrlum í eitt ár þurfi í raun 24 til 32 vélar, eftir því hversu aðstæðurnar séu erfiðar. Það þurfi að skipta þyrlunum út á þriggja mánaða fresti, í viðhald. Og til að sinna viðhaldi og flugi þarf 150 til 200 manna liðssveit. Það er nánast slegist um hverja einustu stóru þyrlu sem er á markaðinu. Íslensk yfirvöld þykja hafa staðið sig nokkuð vel við að styrkja þyrluflota Landhelgisgæslunnar eftir að varnarliðið hvarf skyndilega af landi brott. Erlent Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Þyrluframleiðendur hafa ekki undan og bæði NATO og Evrópusambandið leita með logandi ljósi að þyrlum til þess að leigja. Þyrlur eru óhemju dýrar bæði í innkaupum og rekstri. Ríkisstjórnir kaupa því ekki nema það allra minnsta sem þær komast af með. Þyrlufloti heimsins hefur í raun verið of lítill í mörg ár. Á undanförnum fáum árum hafa svo friðargæsluverkefni stóraukist. Það hafa bæst við víðfeðm lönd eins og Afganistan og Afríka. Það hefur dregið þyrluskortinn fram í dagsljósið og það er ljóst að þótt allir sem geti framleiði á fullu líða að minnsta kosti tvö ár áður en eftirspurn verður annað. Og það er eftirspurn við núverandi aðstæður. Ef fleiri verkefni verða til verður tíminn auðvitað ennþá lengri. Einn af ókostunum við þyrlur er að þær þurfa gríðarmikið viðhald. Eftir 500 flugtíma verður að taka þær í sundur til þess að yfirfara allt og setja svo saman aftur. Tom Ripley varnarmálasérfræðingur hjá Jane´s Defense Weekly segir að til þess að halda úti átta þyrlum í eitt ár þurfi í raun 24 til 32 vélar, eftir því hversu aðstæðurnar séu erfiðar. Það þurfi að skipta þyrlunum út á þriggja mánaða fresti, í viðhald. Og til að sinna viðhaldi og flugi þarf 150 til 200 manna liðssveit. Það er nánast slegist um hverja einustu stóru þyrlu sem er á markaðinu. Íslensk yfirvöld þykja hafa staðið sig nokkuð vel við að styrkja þyrluflota Landhelgisgæslunnar eftir að varnarliðið hvarf skyndilega af landi brott.
Erlent Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira