Konur streyma í kynlífsferðir til Kenya Óli Tynes skrifar 27. nóvember 2007 10:45 Masai menn eru hávaxnir og vel á sig komnir. Og eftirsóttir meðal kynlífstúrista í Kenya. Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenya, þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með. Fréttamaður Reuters segir frá tveim breskum konum sem hann hitti í Mombasa. Bethan sem er 56 ára og Allie sem er 64 ára gömul. Þær eru vinkonur og búa við sömu götu í Suður-Englandi. Á bar í höfuðborginni hallaði Allie hvíthærðum kollinum að öxl fylgisveins síns. Sá var vel yfir sex fet á hæð, 23 ára gamall og tilheyrði Masai ættbálknum. Hann var með ný sólgleraugu sem hann sagði að hún hefði gefið honum. "Við fáum bæði það sem við viljum. Hvað er neikvætt við það," spurði Allie. Bethan fylgdist með sínum tvítuga pilti sem var að spila billiard. Hann kom til hennar og kyssti hana. Og fékk meiri smápeninga til þess að halda áfram að spila. Reuters segir að erfitt sé að nefna tölur í þessu sambandi. Innfæddir giska á að ein af hverjum fimm hvítum konum sem koma einar til landsins séu í leit að fylgdarsveinum. Julia Davidson við háskólann í Nottingham hefur skrifað um kynlífsferðir vesturlandabúa til fátækari landa. Hún segir að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að margar kvennanna sem fara til Afríku vilja ekki nota smokka í samskiptum sínum við þarlenda. Það sé töluverð áhætta í Afríku, en konunum finnist þeir ekki passa inn í kynlífsdrauma sína. Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenya, þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með. Fréttamaður Reuters segir frá tveim breskum konum sem hann hitti í Mombasa. Bethan sem er 56 ára og Allie sem er 64 ára gömul. Þær eru vinkonur og búa við sömu götu í Suður-Englandi. Á bar í höfuðborginni hallaði Allie hvíthærðum kollinum að öxl fylgisveins síns. Sá var vel yfir sex fet á hæð, 23 ára gamall og tilheyrði Masai ættbálknum. Hann var með ný sólgleraugu sem hann sagði að hún hefði gefið honum. "Við fáum bæði það sem við viljum. Hvað er neikvætt við það," spurði Allie. Bethan fylgdist með sínum tvítuga pilti sem var að spila billiard. Hann kom til hennar og kyssti hana. Og fékk meiri smápeninga til þess að halda áfram að spila. Reuters segir að erfitt sé að nefna tölur í þessu sambandi. Innfæddir giska á að ein af hverjum fimm hvítum konum sem koma einar til landsins séu í leit að fylgdarsveinum. Julia Davidson við háskólann í Nottingham hefur skrifað um kynlífsferðir vesturlandabúa til fátækari landa. Hún segir að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að margar kvennanna sem fara til Afríku vilja ekki nota smokka í samskiptum sínum við þarlenda. Það sé töluverð áhætta í Afríku, en konunum finnist þeir ekki passa inn í kynlífsdrauma sína.
Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira