Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 18:45 Líbanska þinginu tókst ekki að velja forseta í dag. MYND/AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira