Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:13 Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira