Útlitið svart Guðjón Helgason skrifar 17. nóvember 2007 18:30 Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009. Erlent Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009.
Erlent Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira