NBA í nótt: Boston enn taplaust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 11:55 Paul Pierce skoraði sigurkörfu leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105 NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira