Finnur í Mannamáli 16. nóvember 2007 17:45 Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun
Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun