Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 13:30 Barry George. Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá. Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá.
Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira