Létt hjá Börsungum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 19:40 Thierry Henry fagnar marki sínu ásamt Carles Puyol. Nordic Photos / AFP Thierry Henry og Ronaldinho voru á skotskónum í dag er Barcelona lagði Real Betis, 2-0. Eiður Smári Guðjohnsen fékk að spreyta sig síðustu mínútur leiksins. Ronaldinho, Messi og Henry voru allir í byrjunarliði Barcelona en Eiður Smári var á bekknum sem fyrr segir. Börsungar byrjuðu mun betur í leiknum og strax á áttundu mínútu mátti minnstu mun að fyrsta mark leiksins kæmi. Ronaldinho á sendingu frá vinstri og Juanito, varnarmaður Betis, missir einfaldlega af boltanum þegar hann ætlar að hreinsa í burtu. Messi er í kjölfarið í dauðfæri en Ricardo varði afar vel. Skömmu síðar átti Ronaldinho sjálfur skot að marki eftir góðan samleik við Andrés Iniesta en boltinn hafnaði í hliðarnetinu. Á fimmtándu mínútu átti svo Henry skalla að marki eftir fyrigjöf Messi en Ricardo er aftur vel á verði. Á 22. mínútu átti svo Henry góðan sprett í framlínunni en hann fékk sendingu inn fyrir vörn Betis frá Xavi. Gott skot hans hafnar hins vegar í stönginni. Ótrúleg byrjun á leiknum hjá Börsungum og var það með hreinum ólíkindum að liðið hafi ekki nýtt sér eitt af þeim færum sem liðið fékk í upphafi leiksins. En ísinn brotnaði loksins á 33. mínútu. Iniesta átti góða sendingu á Henry sem gerði allt hárrétt og skilaði knettinum í netið, framhjá Ricardo markverði. Þetta var fimmta mark Henry í deildinni til þessa en eftir markið drógu Börsungar aðeins úr sóknarkrafti sínum. Þeir héldu boltanum vel á miðjunni og gáfu Betis-mönnum fá færi á sér. Staðan var því 1-0 í hálfleik en yfirburðir Barcelona algerir. Það sést best á því að í fyrri hálfleik var með liðið með boltann í um 70% leiktímans. Börsungar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og strax á 53. mínútu skoraði Ronaldinho glæsilegt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu sem var rétt utan vítateigs. Ronaldinho tók spyrnuna innanfótar og skilaði knettinum í nærhornið. Þetta var fjórða markið hans í deildinni til þessa. Á 61. mínútu fékk Henry enn eitt færið en hann missti ótrúlega nokk af sendingu Eric Abidal frá vinstri. Boltinn lak einfaldlega framhjá honum sem og varnarmönnum Betis. Ronaldinho átti svo skot rétt framhjá marki Betis úr aukaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Á 70. mínútu áttu Börsungar enn eina dauðafærið í leiknum. Í þetta sinn var það Lionel Messi sem spænir vörn Betis í sig og kemst í góða skotstöðu en skot hans er rétt svo framhjá. Ronaldinho reyndi svo bakfallsspyrnu fimm mínútum síðar en uppskar ekkert annað en sára öxl þar sem hann lenti afar illa. Hann jafnaði sig þó fljótlega og gat haldið áfram. Eiður Smári Guðjohnsen fékk svo að spreyta sig síðustu sjö mínútur leiksins er hann kom inn á sem varamaður fyrir Xavi. Ronaldinho bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma og aftur úr aukaspyrnu. Boltinn fór undir varnarvegginn og í nærstöngina og inn. Ricardo trúði vart eigin augum. Sjö marka leikur Villarreal og Barcelona eru nú jöfn með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Real Madrid. Villarreal vann ótrúlegan sigur á Atletico Madrid á útivelli fyrr í dag í sjö marka leik.Pablo og Simao komu heimamönnum í 2-0 en þeir Guiseppe Rossi og Fabrizio Fuentes jöfnuðu metin fyrir Villarreal og þannig stóðu leikar í hálfleik.Aguero kom heimamönnum aftur yfir en Tyrkinn Nihat Kahveci reyndist hetja Villarreal. Hann hafði komið inn á í hálfleik fyrir Rossi og skoraði tvívegis í seinni hálfleik, þar af sigurmarkið á 90. mínútu leiksins eftir undirbúning Cani. Til að bæta gráu á svart brenndi Maxi Rodriguez af vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik fyrir Atletico.Úrslit annarra leikja í dag: Levante - Almeria 3-0 Real Murcia - Deportivo 0-2 Osasuna - Getafe 0-2 Racing - Espanyol 1-1 Real Zaragoza - Valladolid 2-3 Spænski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Thierry Henry og Ronaldinho voru á skotskónum í dag er Barcelona lagði Real Betis, 2-0. Eiður Smári Guðjohnsen fékk að spreyta sig síðustu mínútur leiksins. Ronaldinho, Messi og Henry voru allir í byrjunarliði Barcelona en Eiður Smári var á bekknum sem fyrr segir. Börsungar byrjuðu mun betur í leiknum og strax á áttundu mínútu mátti minnstu mun að fyrsta mark leiksins kæmi. Ronaldinho á sendingu frá vinstri og Juanito, varnarmaður Betis, missir einfaldlega af boltanum þegar hann ætlar að hreinsa í burtu. Messi er í kjölfarið í dauðfæri en Ricardo varði afar vel. Skömmu síðar átti Ronaldinho sjálfur skot að marki eftir góðan samleik við Andrés Iniesta en boltinn hafnaði í hliðarnetinu. Á fimmtándu mínútu átti svo Henry skalla að marki eftir fyrigjöf Messi en Ricardo er aftur vel á verði. Á 22. mínútu átti svo Henry góðan sprett í framlínunni en hann fékk sendingu inn fyrir vörn Betis frá Xavi. Gott skot hans hafnar hins vegar í stönginni. Ótrúleg byrjun á leiknum hjá Börsungum og var það með hreinum ólíkindum að liðið hafi ekki nýtt sér eitt af þeim færum sem liðið fékk í upphafi leiksins. En ísinn brotnaði loksins á 33. mínútu. Iniesta átti góða sendingu á Henry sem gerði allt hárrétt og skilaði knettinum í netið, framhjá Ricardo markverði. Þetta var fimmta mark Henry í deildinni til þessa en eftir markið drógu Börsungar aðeins úr sóknarkrafti sínum. Þeir héldu boltanum vel á miðjunni og gáfu Betis-mönnum fá færi á sér. Staðan var því 1-0 í hálfleik en yfirburðir Barcelona algerir. Það sést best á því að í fyrri hálfleik var með liðið með boltann í um 70% leiktímans. Börsungar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og strax á 53. mínútu skoraði Ronaldinho glæsilegt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu sem var rétt utan vítateigs. Ronaldinho tók spyrnuna innanfótar og skilaði knettinum í nærhornið. Þetta var fjórða markið hans í deildinni til þessa. Á 61. mínútu fékk Henry enn eitt færið en hann missti ótrúlega nokk af sendingu Eric Abidal frá vinstri. Boltinn lak einfaldlega framhjá honum sem og varnarmönnum Betis. Ronaldinho átti svo skot rétt framhjá marki Betis úr aukaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Á 70. mínútu áttu Börsungar enn eina dauðafærið í leiknum. Í þetta sinn var það Lionel Messi sem spænir vörn Betis í sig og kemst í góða skotstöðu en skot hans er rétt svo framhjá. Ronaldinho reyndi svo bakfallsspyrnu fimm mínútum síðar en uppskar ekkert annað en sára öxl þar sem hann lenti afar illa. Hann jafnaði sig þó fljótlega og gat haldið áfram. Eiður Smári Guðjohnsen fékk svo að spreyta sig síðustu sjö mínútur leiksins er hann kom inn á sem varamaður fyrir Xavi. Ronaldinho bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma og aftur úr aukaspyrnu. Boltinn fór undir varnarvegginn og í nærstöngina og inn. Ricardo trúði vart eigin augum. Sjö marka leikur Villarreal og Barcelona eru nú jöfn með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Real Madrid. Villarreal vann ótrúlegan sigur á Atletico Madrid á útivelli fyrr í dag í sjö marka leik.Pablo og Simao komu heimamönnum í 2-0 en þeir Guiseppe Rossi og Fabrizio Fuentes jöfnuðu metin fyrir Villarreal og þannig stóðu leikar í hálfleik.Aguero kom heimamönnum aftur yfir en Tyrkinn Nihat Kahveci reyndist hetja Villarreal. Hann hafði komið inn á í hálfleik fyrir Rossi og skoraði tvívegis í seinni hálfleik, þar af sigurmarkið á 90. mínútu leiksins eftir undirbúning Cani. Til að bæta gráu á svart brenndi Maxi Rodriguez af vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik fyrir Atletico.Úrslit annarra leikja í dag: Levante - Almeria 3-0 Real Murcia - Deportivo 0-2 Osasuna - Getafe 0-2 Racing - Espanyol 1-1 Real Zaragoza - Valladolid 2-3
Spænski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira