Alonso sagður hættur hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:02 Alonso í McLaren-bifreið sinni síðasta keppnistímabil. Nordic Photos / Getty Images Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins. Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins.
Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira