Verðmat á AMR lækkar 20. október 2007 12:15 Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem er næststærsti hluthafinn í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins AMerican Airlines. Mynd/GVA Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum. FL Group er næststærsti hluthafinn í AMR með rúman níu prósenta hlut. Það hefur þrýst á stjórn félagsins að gera nokkrar breytingar á rekstrinum með það fyrir augum að gera eignasafn þess aðgengilegra fyrir augum greinenda og auka virði félagsins. Á meðal þess sem FL Group mælti með í bréfi sem það sendi stjórn AMR í síðasta mánuði er að skilja vildarklúbb félagsins frá rekstrinum. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri FL Group, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni, að þrýstingurinn á stjórn AMR væri að skila sér enda væru fleiri leiðir í skoðun sem auka ætti virði bandaríska félagsins. Það er bandaríska verðbréfafyrirtækið Calyon Securities sem lækkaði verðmatið, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem telur til að AMR muni standa frammi fyrir harðri samkeppni á næsta ári, ekki síst frá flugfélaginu Delta og Air France-KLM.Gengi bréfa í AMR hefur lækkað talsvert á árinu. Það fór hæst í rúma 40 dali á hlut í byrjun árs en fór lægst í 20,28 dali seint í september. Það hefur hækkað lítillega síðan þá. Gengið féll um tæp 3,6 prósent í gær í kjölfar skells á bandarískum hlutabréfamarkaði og stendum nú í 23,16 dölum á hlut. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum. FL Group er næststærsti hluthafinn í AMR með rúman níu prósenta hlut. Það hefur þrýst á stjórn félagsins að gera nokkrar breytingar á rekstrinum með það fyrir augum að gera eignasafn þess aðgengilegra fyrir augum greinenda og auka virði félagsins. Á meðal þess sem FL Group mælti með í bréfi sem það sendi stjórn AMR í síðasta mánuði er að skilja vildarklúbb félagsins frá rekstrinum. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri FL Group, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni, að þrýstingurinn á stjórn AMR væri að skila sér enda væru fleiri leiðir í skoðun sem auka ætti virði bandaríska félagsins. Það er bandaríska verðbréfafyrirtækið Calyon Securities sem lækkaði verðmatið, að sögn fréttastofunnar Associated Press, sem telur til að AMR muni standa frammi fyrir harðri samkeppni á næsta ári, ekki síst frá flugfélaginu Delta og Air France-KLM.Gengi bréfa í AMR hefur lækkað talsvert á árinu. Það fór hæst í rúma 40 dali á hlut í byrjun árs en fór lægst í 20,28 dali seint í september. Það hefur hækkað lítillega síðan þá. Gengið féll um tæp 3,6 prósent í gær í kjölfar skells á bandarískum hlutabréfamarkaði og stendum nú í 23,16 dölum á hlut.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira