Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum 17. október 2007 16:15 Bojan heldur hér á verðlaunagripnum sem Spánverjar fengu í Belgíu í sumar. Nordic Photos / AFP Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram. Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram.
Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira