Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu 11. október 2007 09:36 Didier Drogba hjá Chelsea heilsar upp á Kevin Garnett í O2 höllinni í gær NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum. NBA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum.
NBA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira