Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 15:00 Tryggvi Guðmundsson gæti fengið að halda á bikarnum aftur á morgun. Mynd/E. Stefán Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30