Ársmiðar uppseldir hjá Boston 28. september 2007 14:45 Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pierce vekja vonir Boston-manna á ný NordicPhotos/GettyImages Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn. NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn.
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira