Ekki einkamál stórveldanna Guðjón Helgason skrifar 25. september 2007 12:57 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti sitt fyrsta ávarp í embætti á vettvangi SÞ í gær. MYND/Stöð 2 Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira