Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu 6. september 2007 09:23 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í dag. Mynd/AFP Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. Greinendur höfðu margir hverjir reiknað með að evrópski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 25 punkta og færa þá í 4,25 prósent í dag. En í skugga óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á annars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum á vordögum og hættu á lausafjárskorti fjármálafyrirtækja víða um heim séu meiri líkur en minni að bankinn ákveði að setja hækkun á salt að sinni,, að sögn breska ríkisútvarpsins. Á sama tíma hefur hins vegar dregið úr verðbólgu á evrusvæðinu og mældist hún 1,8 prósent í júlí samanborið við 1,9 prósent í mánuðinum á undan.Sömu sögu er að segja um Englandsbanka, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. Greinendur höfðu margir hverjir reiknað með að evrópski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 25 punkta og færa þá í 4,25 prósent í dag. En í skugga óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á annars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum á vordögum og hættu á lausafjárskorti fjármálafyrirtækja víða um heim séu meiri líkur en minni að bankinn ákveði að setja hækkun á salt að sinni,, að sögn breska ríkisútvarpsins. Á sama tíma hefur hins vegar dregið úr verðbólgu á evrusvæðinu og mældist hún 1,8 prósent í júlí samanborið við 1,9 prósent í mánuðinum á undan.Sömu sögu er að segja um Englandsbanka, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira