Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári 31. ágúst 2007 14:03 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Deildin telur lausafjárkrísu vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum hafa gengið yfir en spáir enn óstöðugleika á fjármálamarkaði og háu áhættuálagi. Mynd/E.Ól. Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a> Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a>
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira