Andláts Elvis minnst Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:13 Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira