Kapphlaup um Norðurpólinn Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:12 Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira