Blóð á veggjum hótelherbergisins Guðjón Helgason skrifar 7. ágúst 2007 19:00 Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von. Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von.
Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira