Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 15:03 Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira