Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Jónas Haraldsson skrifar 25. júlí 2007 10:50 Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum. Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum.
Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira