Franska lögreglan leitar morðingja sem flúði úr fangelsi Jónas Haraldsson skrifar 15. júlí 2007 15:18 Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira