Blóðbað í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 10. júlí 2007 06:50 Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira