Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 9. júlí 2007 11:18 Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira