Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 5. júlí 2007 18:22 Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. Michael Barnett heimsótti dánarstað sonar síns í Hessle nálægt Hull þar sem hann lést 25. júní síðastliðinn. Fólk hefur lagt blóm við holræsið þar sem annar fótur Mike sonar hans festist í rist. Á þessum myndum Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem ekki hafa verið sýndar áður sést hvernig höfði Mikes er haldið ofan vatnsyfirborðsins og það er augljóst að honum er kalt og hann er hræddur. Faðir hans vill að myndirnar verði sýndar til að sýna hversu illa aðgerðinni var stjórnað og að enginn tók beina stjórn á staðnum. Michael sagði að slökkvilið, lögregla, sjúkralið og kafarar hafi rifist um hvað ætti að gera og hvað ekki. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að losa ristina sem fótur Mikes var fastur í. Í einni þeirra dróst Mike niður undir yfirborðið í 20 sekúntur. Kafari sem ekki var tilbúinn sést hér setja á sig gleraugun í flýti, en það var um seinan, ekki tókst að losa ræsið. Faðirinn segist hafa stungið upp á aflimun við björgunarmenn, en þeir hafi óttast sýkingu í skítugu vatninu sem gæti dregið hann til dauða. Rannsókn er nú hafin á málinu. Alan Johnson þingmaður Verkamannaflokksins á svæðinu segir að allt gerði gert til að komast til botns í orsökum á dauða Michaels. Læra yrði af atvikinu til að forðast að svipuð atvik endurtaki sig. Michael lést að því að talið er úr ofkælingu eftir nokkurra klukkustunda baráttu í vatninu. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. Michael Barnett heimsótti dánarstað sonar síns í Hessle nálægt Hull þar sem hann lést 25. júní síðastliðinn. Fólk hefur lagt blóm við holræsið þar sem annar fótur Mike sonar hans festist í rist. Á þessum myndum Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem ekki hafa verið sýndar áður sést hvernig höfði Mikes er haldið ofan vatnsyfirborðsins og það er augljóst að honum er kalt og hann er hræddur. Faðir hans vill að myndirnar verði sýndar til að sýna hversu illa aðgerðinni var stjórnað og að enginn tók beina stjórn á staðnum. Michael sagði að slökkvilið, lögregla, sjúkralið og kafarar hafi rifist um hvað ætti að gera og hvað ekki. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að losa ristina sem fótur Mikes var fastur í. Í einni þeirra dróst Mike niður undir yfirborðið í 20 sekúntur. Kafari sem ekki var tilbúinn sést hér setja á sig gleraugun í flýti, en það var um seinan, ekki tókst að losa ræsið. Faðirinn segist hafa stungið upp á aflimun við björgunarmenn, en þeir hafi óttast sýkingu í skítugu vatninu sem gæti dregið hann til dauða. Rannsókn er nú hafin á málinu. Alan Johnson þingmaður Verkamannaflokksins á svæðinu segir að allt gerði gert til að komast til botns í orsökum á dauða Michaels. Læra yrði af atvikinu til að forðast að svipuð atvik endurtaki sig. Michael lést að því að talið er úr ofkælingu eftir nokkurra klukkustunda baráttu í vatninu.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira