Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona 25. júní 2007 16:58 Henry heilsar stuðningsmönnum Barcelona á Nou Camp AFP Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08