Valsmenn voru sjálfum sér verstir 24. júní 2007 08:00 Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira