San Antonio og Cleveland komin áfram 19. maí 2007 11:41 Steve Nash og Tim Duncan, leiðtogar sinna liða, féllust í faðma eftir leikinn í nótt og hrósuðu hvor öðrum fyrir góðan leik. MYND/Getty San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum