Útgáfudagur Halo 3 16. maí 2007 14:09 MYND/halo3.com Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði. Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði.
Leikjavísir Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira