Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus 25. mars 2007 12:45 Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis. Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis.
Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira