PS3 í verslanir á föstudag 18. mars 2007 11:00 Ánægður viðskiptavinur með fyrstu PS3 leikjatölvuna þegar hún kom á markað í nóvember í fyrra. Mynd/AP PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjatölvan kostar um 425 pund út úr búð í Bretlandi. Það jafngildir tæpum 56.000 íslenskum krónum. Til samanburðar kostar tölvan í Bandaríkjunum jafnvirði um 40.000 króna. Það fer allt eftir innihaldi tölvunnar og eiginleikum. Þær minni eru ódýrari en stóru og öflugu útgáfur hennar eru eðlilega dýrari. PlayStation 3 leikjatölvan er sú síðasta í kynslóð þriggja nýrra leikjatölva til að koma á markað. Hinar eru XBox360 frá Microsoft og Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem vermt hefur toppsætið yfir mest seldu nýju leikjatölvurnar frá útgáfudegi. Ástæðan fyrir því að markaðssetning á nýju leikjatölvunni frá Sony dróst svo mjög er sú að tafir urðu í framleiðslu á Blu-ray drifi tölvunnar fyrir Evrópumarkað.Reiknað er með að 220.000 PS3 leikjatölvur fari í sölu í Bandaríkjunum á föstudag. Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið
PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjatölvan kostar um 425 pund út úr búð í Bretlandi. Það jafngildir tæpum 56.000 íslenskum krónum. Til samanburðar kostar tölvan í Bandaríkjunum jafnvirði um 40.000 króna. Það fer allt eftir innihaldi tölvunnar og eiginleikum. Þær minni eru ódýrari en stóru og öflugu útgáfur hennar eru eðlilega dýrari. PlayStation 3 leikjatölvan er sú síðasta í kynslóð þriggja nýrra leikjatölva til að koma á markað. Hinar eru XBox360 frá Microsoft og Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem vermt hefur toppsætið yfir mest seldu nýju leikjatölvurnar frá útgáfudegi. Ástæðan fyrir því að markaðssetning á nýju leikjatölvunni frá Sony dróst svo mjög er sú að tafir urðu í framleiðslu á Blu-ray drifi tölvunnar fyrir Evrópumarkað.Reiknað er með að 220.000 PS3 leikjatölvur fari í sölu í Bandaríkjunum á föstudag.
Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið