Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs 15. mars 2007 15:40 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt lækkuð úr F1+ í F1 auk þess sem landseinkunnin (e. country ceiling) lækkar úr AA í AA-. Paul Rawkings, sérfræðingur Fitch Ratings í Lundúnum, segir lækkunina taka mið af nýjustu gögnum um greiðslujöfnuð og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins sem bendi til þess að staða Íslands gagnvart útlöndum hafi versnað verulega. Auki það áhyggjur um sjálfbærni erlendu skuldastöðunnar. Þá segir ennfremur að stóraukin hrein fjármagnsgjöld til útlanda - aðallega í formi erlendra vaxtagreiðslna - hafi átt sinn þátt í meiri viðskipahalla en áður hefur mælst. Hann nam 27 prósentum af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 16,3 prósent árið á undan. Á sama tíma jukust hreinar erlendar skuldir í rúm 200 prósent af landsframleiðslu og 429 prósent af útflutningstekjum. Til samanburðar hafði matsfyrirtækið spáð að þessi hlutföll yrðu 161 prósent og 323 prósent. Rawkings segir svo há hlutföll endurspegla mjög skuldsett hagkerfi sem sé illa búið undir aukna áhættufælni á alþjóðamörkuðum og/eða hærra alþjóðlegt vaxtastig. Fitch viðurkennir hins vegar að Ísland búi yfir styrk á ákveðnum sviðum sem bersýnilega skilji það frá öðrum ríkjum með lánshæfiseinkunina A, svo sem þjóðartekjur á mann sem nema 52.000 Bandaríkjadölum, hágæða stjórnkerfi og gegnsætt stofnanaumhverfi. Þessir þættir munu áfram styðja við lánshæfismat ríkisins, að því er matsfyrirtækið segir en bendir á að það sé engu að síður þeirrar skoðunar að þessir eiginleikar vegi ekki upp efnahagslegt ójafnvægi og áhrif þess á lánstraust. Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði hratt í kjölfar birtingar matsins. Mest hefur gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði í dag, eða um 2,21 prósent. Næst eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, sem hefur lækkað um 1,68 prósent það sem af er dags. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira