UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal 8. mars 2007 23:51 Robbie Keane er hér borinn á kóngastóli eftir fyrra mark sitt í Portúgal. AFP Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira