Friðsamleg mótmæli í dag 3. mars 2007 19:18 Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira
Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Sjá meira