Methagnaður hjá Nokia 25. janúar 2007 10:21 Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Tekjur Nokia námu 11,7 milljörðum evra, 1.045 milljörðum króna, á fjórðungnum sem er tæpum 600 milljónum evra meira en á sama tíma árið áður. Helsta ástæðan fyrir afkomunni á fjórðungnum er aukin eftirspurn eftir farsímum á nýmörkuðum á borð við Indland og í Kína en farsímaframleiðendur hafa í auknum mæli verið að markaðssetja sig þar. Afkoman er talsvert yfir væntingum greinenda en fréttaveita Bloomberg hafði eftir tíu þeirra að gert væri ráð fyrir 1,11 milljarði evra, 98,31 milljarði íslenskra króna, í hagnað á fjórðungnum. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, býst við talsverðri aukningu í farsímasölu á næstu þremur árum og gerir ráð fyrir að farsímanotendur verði fjórir milljarðar talsins árið 2010. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Tekjur Nokia námu 11,7 milljörðum evra, 1.045 milljörðum króna, á fjórðungnum sem er tæpum 600 milljónum evra meira en á sama tíma árið áður. Helsta ástæðan fyrir afkomunni á fjórðungnum er aukin eftirspurn eftir farsímum á nýmörkuðum á borð við Indland og í Kína en farsímaframleiðendur hafa í auknum mæli verið að markaðssetja sig þar. Afkoman er talsvert yfir væntingum greinenda en fréttaveita Bloomberg hafði eftir tíu þeirra að gert væri ráð fyrir 1,11 milljarði evra, 98,31 milljarði íslenskra króna, í hagnað á fjórðungnum. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, býst við talsverðri aukningu í farsímasölu á næstu þremur árum og gerir ráð fyrir að farsímanotendur verði fjórir milljarðar talsins árið 2010.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira