Engar myndir birtar af aftökum í nótt 15. janúar 2007 13:00 Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómar í Írak, var hengdur ásamt Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams Hússeins, í Bagdad í nótt. MYND/AP Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira